Lagnir í fjöleignarhúsum
Fyrirlestur fluttur á málþingi Lagnafélags Íslands 29. apríl 2004 Í lögum um fjöleignarhús er víða að finna ákvæði er varða lagnir í fjöleignarhúsum. Hér verður fjallað um hvernig eignarhaldi á lögnum í fjöleignarhúsum er háttað, hvernig standa beri að ákvörðunartöku um lagnaframkvæmdir, hvaða afleiðingar það hefur í för með sér ef ranglega er staðið að ákvörðunartöku og hvernig sameiginlegum kostnaði skuli skipt á milli eigenda vegna lagnaframkvæmda. Byggist umfjöllunin á tú