Skipting sameiginlegs kostnaðar í fjöleignarhúsum
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður Fasteignamál Lögmannsstofa Grein 5. nóvember 2020 Sú meginregla gildir samkvæmt lögum um fjöleignarhús að allur sameiginlegur kostnaður í fjöleignarhúsum skiptist á milli eigendur eftir hlutfallstölum eignarhluta. Frá þessari meginreglu eru tvær undantekningar, þ.e. annars vegar skal tilteknum kostnaði skipt að jöfnu og hins vegar skal hvaða kostnaði sem er skipt í samræmi við not eigenda, ef unnt er að mæla óyggjandi not hvers og eins.