Eignaskiptayfirlýsingar
Við kaup á íbúð í fjöleignarhúsi þarf að gæta þess að fyrir liggi þinglýst eignaskiptayfirlýsing fyrir húsið og eignayfirfærslan sé í samræmi við hana.
Hvað er eignaskiptayfirlýsing ?
Eignaskiptayfirlýsing er lögboðinn skriflegur gerningur eigenda fjöleignarhúss sem gerður er á grundvelli fyrirmæla fjöleignarhúsalaga og geymir lýsingu á húsinu og lóð þess og mælir fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarðar hlutdeild hvers eiganda í samei