top of page

Þjónustan

Fasteignamál Lögmannsstofa sérhæfir sig í öllum málum er varða fasteignir fyrir einstaklinga, húsfélög, fyrirtæki og stofnanir.

Þjónustan felst meðal annars í lögfræðilegri ráðgjöf vegna fasteignakaupa, gallamála, skipulags- og byggingarmála, fjöleignarhúsamála og húsaleigumála, gerð álitsgerða, minnisblaða, samþykktra og umsagna, samninga- og skjalagerð og málflutningi fyrir dómi.

Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar trausta og faglega þjónustu sem byggir á þekkingu og reynslu.  

Dæmi um þjónustuna

Ráðgjöf fyrir kaupendur og seljendur fasteigna vegna ágreinings við fasteignakaup, svo sem vegna galla í nýju eða notuðu húsnæði, greiðsludráttar, afhendingardráttar eða annarra vanefnda.

Ráðgjöf vegna galla í nýbyggingum, svo sem varðandi kröfur á hendur seljanda, byggingarstjóra, hönnuði og tryggingarfélögum þeirra.

Ráðgjöf við húsfélög, meðal annars vegna ágreinings um túlkun á lögum um fjöleignarhús.

Ráðgjöf við fasteignafélög og leigufélög, meðal annars vegna ágreinings við kaup eða sölu fasteigna og vegna skipulags- og byggingarmála. 

Ráðgjöf fyrir húsfélög og eigendur íbúðar- eða atvinnuhúsnæðis, vegna galla við byggingu, breytingar eða viðhaldsframkvæmdir. 

Ráðgjöf fyrir eigendur eða verktaka vegna breytinga og framkvæmda við fasteignir. 

Ráðgjöf fyrir leigusala og leigjendur íbúðar-  eða atvinnuhúsnæðis, svo sem gerð leigusamninga og aðstoð við uppsögn, riftun og útburðarmál. 

Húsfundaþjónusta, þ.e. aðstoð við fundarboðun, fundarstjórn og fundarritun.

Málaflokkar

Fasteignakaupamál

Gallamál

Skipulags- og byggingarmál

Fjöleignarhúsamál

Húsaleigumál

Verktaka- og útboðsmál

Skaðabótamál

Samninga- og skjalagerð

Kærur, umsagnir og álitsgerðir

Námskeið og fyrirlestrar

Málflutningur fyrir dómi

© Fasteignamál Lögmannsstofa - Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík - Sími 552 2420

  • Facebook Clean
bottom of page