top of page
Símaráðgjöf í fjöleignarhúsamálum.png

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður hjá Fasteignamál Lögmannsstofu hefur 25 ára reynslu í ráðgjöf í fjöleignarhúsamálum og býður húsfélögum og eigendum fjöleignarhúsa upp á lögfræðiþjónustu í fjöleignarhúsamálum. Þar sem reynsla hennar hefur sýnt að oft er símaráðgjöf nægileg, þörf er á skjótri þjónustu á þessu sviði og margir kjósa að fá ráðgjöf í gegnum síma býður hún nú upp á símaráðgjöf í fjöleignarhúsamálum.


Guðfinna hefur unnið með og kennt fjöleignarhúsalögin frá árinu 1997. Hún sá t.d. um fjöleignarhúsamálin sem lögfræðingur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Íbúðalánasjóði og í félagsmálaráðuneytinu á árunum 1997-2002 og var þá m.a. með 2ja klst. símatíma virka daga þar sem eigendur fjöleignarhúsa gátu hringt og fengið lögfræðiráðgjöf um fjöleignarhúsalögin. Frá árinu 2002 hefur hún starfað sem lögmaður og sérhæft sig í málum er varða fasteignir svo sem gallamálum, fjöleignarhúsamálum, húsaleigumálum og skipulags- og byggingarmálum.

 

Á árunum 1997-2002 var Guðfinna ritari kærunefndar fjöleignarhúsamála og kærunefndar húsaleigumála (nú kærunefnd húsamála) og formaður kærunefndar húsamála 2011-2013. Þá hefur Guðfinna verið formaður prófnefndar eignaskiptayfirlýsinga frá árinu 2008. Guðfinna hefur meðal annars kennt og haldið fyrirlestra um fjöleignarhúsalögin á námskeiði til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala (1998-2011), námskeiði í gerð eignaskiptayfirlýsinga (frá 1999), námskeiði til réttinda leigumiðlunar (frá 1997), námskeiði fyrir mannvirkjahönnuði (frá 2012) og fyrir matsmenn, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Félagi fasteignasala, Lögmannafélagi Íslands, Lagnafélagi Íslands, Landshlutafundi skráningaraðila í Landskrá fasteigna og fyrir starfsmenn ýmissa fyrirtækja og stofnana. Þá var Guðfinna fundarstjóri fyrir Húseigendafélagið á húsfundum um nokkurra ára skeið og í stjórn þess félags.


Verð fyrir fyrsta korterið er 7.500 kr. auk vsk. Hverjar byrjaðar 5 mínútur eftir það kosta 2.500 kr. auk vsk. Ef þig vantar símaráðgjöf í fjöleignarhúsamálum hafðu samband í síma 552 2420 eða á netfangið: gudfinna@fasteignamal.is

bottom of page