Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður og sáttamiðlari stofnaði Fasteignamál Lögmannsstofu árið 2002. Guðfinna hefur mikla sérfræðiþekkingu og áratuga reynslu af fasteignalögfræði og húsnæðismálum en hún hefur starfað við slík mál frá árinu 1997, bæði sem lögmaður og sem lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, hjá Íbúðalánasjóði, Húsnæðisstofnun ríkisins og á framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Auk starfa sinna sem lögmaður hefur hún tekið þátt í gerð lagafrumvarpa, reglugerða, úrskurða og álitsgerða, verið í stjórnum, nefndum og ráðum, kennt og haldið fyrirlestra um ýmis mál tengd fasteignum. Guðfinna útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og fjallar lokaritgerð hennar um sáttamiðlun.
Guðfinna sérhæfir sig í lögfræðimálum sem varða fasteignir svo sem gallamálum, fjöleignarhúsamálum, húsaleigumálum, skipulags- og byggingarmálum.
Guðfinna hefur síðustu 25 árin víða kennt og haldið fyrirlestra um fasteignamál og lagareglur á því sviði svo sem á námskeiði til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, námskeiði í gerð eignaskiptayfirlýsinga, námskeiði til réttinda leigumiðlunar, námskeiði fyrir mannvirkjahönnuði og námskeiði fyrir matsmenn, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Félagi fasteignasala, Lögmannafélagi Íslands, Lagnafélagi Íslands, Steinsteypufélagi Íslands, á samnorrænni ráðstefnu, Landshlutafundi skráningaraðila í Landskrá fasteigna og fyrir starfsmenn ýmissa fyrirtækja og stofnana.
Guðfinna var borgarfulltrúi 2014–2018 og sat meðal annars í borgarráði, forsætisnefnd, loftlagshópi borgarstjóra og umhverfis- og skipulagsráði.
Guðfinna er í stjórn Sáttar, félags um sáttamiðlun og hefur verið formaður prófnefndar eignaskiptayfirlýsinga frá 2008. Guðfinna var í stjórn Landsvirkjunar 2018-2021, formaður kærunefndar húsamála 2011–2013, í stjórn Húseigendafélagsins 2002–2011 og 2018-2020, formaður prófnefndar leigumiðlara 1999-2021 og í stjórn Búseta húsnæðissamvinnufélags 2005–2008. Þá var Guðfinna ritari kærunefndar fjöleignarhúsamála og kærunefndar húsaleigumála (nú kærunefnd húsamála) 1997–2002.
Guðfinna er félagsmaður í Lögmannafélagi Íslands og í Sátt, félagi um sáttamiðlun.
Netfang: gudfinna@fasteignamal.is
Sími: 891 6984