Kaup á fasteign - Gallar í fasteignakaupum
Mikilvægt er að kaupendur fasteigna undirbúi kaup sín vel enda eru þeir oftar en ekki að leggja aleiguna undir og ráðstafa sjálfsaflafé sínu til margra ára. Getur það sparað margvísleg leiðindi og þrætur seinna meir ef kaupandinn þekkir sinn rétt strax í upphafi og þær skyldur sem hann tekur á sig með kaupunum. Á kaupandanum hvílir ákveðin aðgæsluskylda og getur hann t.d. ekki borið fyrir sig galla sem hann vissi um eða mátti vita um í upphafi. Því er mikilvægt að kaupendur f