Það þurfa ekki lengur allir eigendur í fjöleignarhúsi að undirrita endurnýjun á lóðarleigusamningi
Hinn 10. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús og tóku breytingarnar strax gildi. Með breytingunum bættist m.a. við ný málsgrein í 71. gr laganna sem hljóðar svo: “Stjórn húsfélags getur undirritað skjöl sem varða meðferð og skráningu fjöleignarhúss í opinberum skrám, ef þau hafa einvörðungu að geyma samantekt, skráningu og lýsingu á húsi og skiptingu þess í samræmi við þinglýstar heimildir og útreikning á hlutfallstölum í samræmi við gild