Rafrænir aðalfundir húsfélaga
Í byrjun sumars 2021 var lögum um fjöleignarhús breytt, þannig að nú er heimilt að halda aðalfundi húsfélaga sem og almenna húsfundi og stjórnarfundi rafrænt að einhverju leyti eða öllu, enda er tryggt að félagsmenn geti tekið fullan þátt í fundarstörfum. Þannig getur hluti félagsmanna verið á fundarstað og hluti á fjarfundi. Þarf stjórnin að tilkynna slíkt fyrirkomulag með góðum fyrirvara og í síðasta lagi með fundarboði en í því þurfa jafnframt að koma fram upplýsingar um t