Úttekt á leiguhúsnæði – gleymda lagaskyldan
Samkvæmt húsaleigulögum skulu leigjandi og leigusali eða umboðsmenn þeirra gera úttekt á ástandi hins leigða húsnæðis áður en afhending fer fram og við lok leigutíma. Óháður úttektaraðili skal annast úttektina óski annar aðilinn þess og skiptist kostnaðurinn við úttektina þá að jöfnu milli þeirra. Það er því skylda að gera slíkar úttektir en raunin er önnur. Áður en húsaleigulögunum var breytt á árinu 2016 var eingöngu skylt að gera slíkar úttektir í upphafi eða við lok leigu