top of page
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir hefur unnið við húsaleigumál og kennt húsaleigulögin frá árinu 1997.

Á árunum 1997-2002 vann hún sem lögfræðingur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Íbúðalánasjóði og í félagsmálaráðuneytinu. Þar hafði hún m.a. umsjón með húsaleigumálum og var ritari kærunefndar húsaleigumála (nú kærunefnd húsamála). Frá árinu 2002 hefur hún starfað sem lögmaður og unnið fyrir leigjendur og leigusala íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í margvíslegum málum. Guðfinna var formaður kærunefndar húsamála 2011-2013 og formaður prófnefndar leigumiðlara 1999-2021.

Guðfinna hefur meðal annars kennt húsaleigulögin á námskeiði til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, á námskeiði til löggildingar leigumiðlara og á námskeiði á vegum Félags fasteignasala.    
bottom of page