top of page
tíma.png
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður hefur unnið með og kennt fjöleignarhúsalögin frá árinu 1997.
 
Á árunum 1997-2002 vann hún sem lögfræðingur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Íbúðalánasjóði og í félagsmálaráðuneytinu. Þar hafði hún m.a. umsjón með fjöleignarhúsamálum og var ritari kærunefndar fjöleignarhúsamála (nú kærunefnd húsamála). Frá árinu 2002 hefur hún starfað sem lögmaður og hefur unnið fyrir húsfélög og eigendur íbúðar- og atvinnuhúsnæða í margvíslegum málum. Guðfinna var formaður kærunefndar húsamála 2011-2013 og hefur verið formaður prófnefndar eignaskiptayfirlýsinga frá 2008.
 
Guðfinna hefur meðal annars kennt og haldið fyrirlestra um fjöleignarhúsalögin á námskeiði til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala (1998-2011), námskeiði í gerð eignaskiptayfirlýsinga (frá 1999), námskeiði til réttinda leigumiðlunar (ffrá 1999), námskeiði fyrir mannvirkjahönnuði (frá 2012) og fyrir matsmenn, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Félagi fasteignasala, Lögmannafélagi Íslands, Lagnafélagi Íslands, Landshlutafundi skráningaraðila í Landskrá fasteigna og fyrir starfsmenn ýmissa fyrirtækja og stofnana. Hún var aðalfundarstjóri Húseigendafélagsins á húsfundum um nokkurra ára skeið og í stjórn þess.   

gudfinna@fasteignamal.is


 
bottom of page