top of page

Viðhaldsframkvæmdir í fjöleignarhúsum

Þegar farið er í framkvæmdir er mikilvægt að eigendur fjöleignarhúsa gæti réttra aðferða við þær. Boða þarf til húsfundar með lögmætum hætti. Í fundarboði þarf að tilgreina þau mál sem tekin verða fyrir á fundinum og meginefni tillagna.


Ekki er hægt að taka mál til atkvæðagreiðslu á húsfundi sem ekki hefur verið getið í fundarboði nema allir félagsmenn séu mættir og samþykkja það.


Samkvæmt fjöleignarhúsalögunum gilda ákveðnar reglur um það hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun til að hún sé bindandi.


Meginreglan er samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi.


Þegar um slíkar ákvarðanir er að ræða getur húsfundur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar enda sé hann löglega boðaður og haldinn.


Þegar um venjulegar viðhaldsframkvæmdir er að ræða gildir þessi meginregla nær undantekningarlaust enda sé ekki með framkvæmdunum verið að breyta sameigninni eða ganga lengra en almennt tíðkast í viðhaldsframkvæmdum.

 

8. nóvember 2024

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður


Comments


bottom of page